B12 í vöðva

Hæ, skiptir máli hvort ég sprauta B12 í rassvöðva eða lærvöðva?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það skiptir ekki máli hvort þú sprautar b12 í rassvöðva eða lærvöðva. Þetta eru hvoru tveggja stórir vöðvar sem taka vel við. Samkvæmt leiðbeiningum um lyf í vöðva að þá er gefið upp að nota megi deiltoid vöðvann í handlegg, vastus lateralis vöðva í læri, ventrogluteal vöðva í mjöðm og dorsogluteal vöðva á rassi, læt fylgja með myndir sem sýna sprautustaði.

Gangi þér/ykkur vel

https://www.healthline.com/health/intramuscular-injection#injection-sites

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.