Bakflæðisaðgerð

Ég fòr ì bakflæðisaðgerð(nissen) ì september 2018 niðrà landspìtala. Var bùinn að reyna Nexium og fleiri lyf ì 3 àr àn àrangurs. Magaspeglun sýndi 5cm þindarslit og svokallaða „sliding herniu“ þar sem efri hluti maga þrýsti sér ì gegnum þindaropið. Ég var alltaf með uppþembu og rop þar sem magaopið var ekki að loka venjulega. Alltaf með hàlsbòlgu og kökk ì hàlsi. Sýrumælingar sýndu samt að bakflæðið var yfir meðallagi en samt ekki neitt rosalegt. Nùna er bakflæðið à bak og burt en aukaverkanir eftir aðgerðina eru að drepa mig. Öll meltingarstarfsemin er breytt, mikið loft truflanir en aðallega svimi og nàlardofi eftir màltìðir. Getur verið að Vagus taugin ì maganum sé klemmd eða jafnvel skemmd. Getur verið að ég sé með of hæga magatæmingu eftir aðgerðina. Er hægt að mæla hraða magatæmingar niðrà landspìtala? Er að pæla ì að làta taka aðgerðina niður til baka og vonast til að þessar truflanir hætti. Er fòlk að lenda ì þessu eftir bakflæðisaðgerð hérna heima?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Fylgikvillar eftir Nissen aðgerð eru vissulega til staðar og er það þá oftast uppþemba/loftgangur, kyngingarörðugleikar og niðurgangur. Það má reikna með að loftgagnur aukist í nokkra mánuði eftir aðgerð sérstakelga ef loftgangur var mikill fyrir. Það er erfiðara að ropa og kasta upp eftir aðgerðina en auðvitað er þetta misjafnt eftir einstaklingum. Venjulega ættu allir að vera farnir að borða venjulegan mat eftir ca. 3 mánuði en þeir sem eiga enn í erfiðleikum eftir 4-6 mánuði ættu að fá röntgen og speglun til að skoða aðgerðarsvæðið. Það er hægt að fara í passage mynd til að kanna hversu hratt fæðan fer í gegn og til að kanna hvort séu einhverjar þengingar sem stoppa fæðuna af. Hef ekki heyrt neitt sérstaklega af fylgikvilla vandræðum hjá fólki sem fer í Nissen og lítið skráð um það en hafðu endilega samband við þinn lækni til að fara betur yfir þetta og til að kanna hvort sé ekki allt eðlilegt eftir aðgerðina ennþá. Læt fylgja með greinar til fróðleiks.

Gangi þér/ykkur vel

 

https://doktor.is/fyrirspurn/uppbembd-eftir-bakflaoisaogero

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/569941/

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur