Hvað þýðir það þegar sagt er :
Bandvefsmyndun í lunga ?
rvk
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Bandvefsmyndun í lungum sem oft er nefnd trefjamyndun í lungum er sjúkdómur þar sem í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar) sem hefur þær afleiðingar að loftskipti um lungun truflast.Orsökin er oftast ýmis konar ryk sem andað er að sér eða gigtarsjúkdómar. Meðferð felst í að forðast ryk eða orsakavald, halda gigtareinkennum í skefjum og síðan er bólgum í lungavefi náð niður með sterum og lyfjum sem hafa áhrif á ónæmiskerfið.
Nánari upplýsingar eru á vefnum: https://www.lungu.is/lungnatrefjun
Gangi þér vel
Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.