Blettur á hægri fæti

Ég er með upphleyptan blett á hægri fæti við utanvert hné sem kom eftir að skipt var um hnjálið fyrir 1 ári síðan . Mig klæjar í honum og umhverfis hann.
Er ekki til áburður sem hægt væri að bera á blettin ?

Góðan dag.

Vissulega eru til kláðastillandi krem í apóteki sem þú gætir prófað. Hinsvegar er þetta eitthvað sem skoða þyrfti betur hjá lækni og því hvet ég þið til að panta tíma hjá þínum heimilislækni sem ráðleggur þér svo með framhaldið.

Gangið þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur