Blóðnasir

Barnabarnið mitt 4 ára ,er svo oft að fá blóðnasir alveg uppúr þurru

er þetta eitthvað sem þarf að láta kíkja á hjá lækni

Með fyrirfram þökk.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki óalgengt að börn fái blóðnasi þar sem þau eru oft óaðvitandi að pota inn í nefið á sér.  Ef blóðnasir er eru að koma eins oft og þú segir hér þá borgar sig að fara til læknis sem skoðar upp í nef barnsins og athuga hvort æð sé utanáliggjandi sem blæðir út. Eins getur þurft að útiloka truflnair á storkuþáttum í blóði.

Ég læt fylgja með tengingu á grein á Doktor.is um blóðnasir.

https://doktor.is/grein/blodnasir-hvad-er-til-rada

Gangi ykkur vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur,