Blóðstorknun

Ef blæðir óvenjumikið úr litlum sárum eða rispum (og óvenjulengi líka), getur það verið merki um eitthvað sérstakt svo sem skort á einhverju?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið að þetta sé tilfallandi en það getur líka verið eitthvað sem þarf að skoða betur. Ef þetta gerist ítrekað myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur