Hvernig get ég fylgst með blóðsykri án þess að vera með mikinn búnað til þess. Ég hef nokkrum fengið blóðsykur fall, og eins mælst með of háan. Það verður ekki sagt að ég hafi reglu á mínum matmálstímum, en reyni að hafa það sem „hollast“. Er hægt að fá eitthvað til að fylgjast með það svona til að
hafa til viðmiðunar.
Ég er 67 ára.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Eina örugga aðferðin til að mæla og fylgjast með blóðsykri er að nota blóðsykursmæli. Þeir eru litlir og það fer ekki mikið fyrir þeim. Hægt er að kaupa þá t.d. í apótekum eða verslunum með heilbrigðisvörur. Einnig er hægt að fara í apótek og láta mæla hjá sér blóðsykurinn.
Ef þú hefur áhyggjur af blóðsykrinum þínum væri skynsamlegt að ræða það við heimilslækninn þinn.
Gangi þér vel,
Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur