blóðþristíngslif presmin combo,62,5 mg-metoprololsuccinat hexal 50 mg

Eru hæt að virka – á jg að hæta að takaþau

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Alls ekki hætta að taka lyfin þín þó þér finnist þau ekki gera neitt. Farðu og hittu lækninn þinn, farðu yfir þetta með honum og fáðu ráðleggingar hjá honum. Það er aldrei gott að hætta snögglega að taka lyf sem maður hefur tekið lengi þó að áhrifin dvíni, það þarf að komast að því afhverju eru þau hætt að virka og hvort sé ekki hægt að bæta það. Fylgstu með blóðþrýstingnum þínum og sé hann hættulega hár þrátt fyrir lyf að þá skaltu leita á bráðamótttöku annars heyrir þú í þínum lækni, sýnir honum mælingar sem staðfesta að lyfin séu ekki að gera gagn og þá er hægt að laga skammtastærðir eða hreinlega breyta um lyf.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.