Hvað veldur blóðþrýstingsfalli ?
Hvað veldur blóðþrýstingsfalli ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það eru þó nokkrir mögulegir áhrifaþættir fyrir blóðþrýstingsfalli. Algengasta tegund blóðþrýstingsfalls er svo kallað stöðubundið blóðþrýstingsfall . Vökvaskortur getur valdið blóðþrýstingsfalli og því er mikilvægt að gæta þess að drekka vel af vökva við niðurgang/uppköst í lengri tíma. Blóðþrýstingsfall á sér einnig stað við alvarlegri veikindi eða áverka sem valda þá losti í líkamanum, meðal annars mikil blæðing (útvortis eða innvortis), bráðaofnæmiskast (anaphylaxis) eða blóðeitrun (sepsis).
Hér er hægt að lesa meir um blóðþrýstingsfall hér https://doktor.is/sjukdomur/hvad-er-blodthrystingsfall og almennt um blóðþrýsting hér https://doktor.is/grein/blodthrystingur
Auðna Margrét Harladsdóttir, hjúkrunarfræðingur