Hvað er Blóðþrýstingsfall

Það er eðlilegt að blóðþrýstingur sveiflist örlítið yfir daginn, en þá aðallega innan eðlilegra marka sem gefin eru hér að ofan. Hann hækkar við það að t.d. hreyfa sig og við mikla streitu. Svo lækkar hann í hvíld og hjá sumum lækkar hann eftir að hafa borðað stóra máltíð.

Hér er tafla um hvað blóðþrýstingsgildin segja okkur

Stöðubundið blóðþrýstingsfall kallast það þegar blóðþrýstingurinn fellur við það að standa á fætur. Þetta gerist vegna þess að blóðflæðið til heilans minnkar skyndilega. Einkennin eru svimi, sjóntruflanir, slappleiki, yfirlið, rugl og ógleði. Þetta getur líka komið fyrir fólk við ákveðnar ástæður, eins og þegar fólk sér blóð eða eitthvað sem veldur hræðslu.

Til að athuga með stöðubundið blóðþrýstingsfall er þetta gert:
BÞ mældur í liggjandi stöðu, síðan stendur einstaklingurinn upp og beðið í 1 mín og BÞ mældur í annað sinn, síðan er hann mældur aftur eftir 3 mínútur.
Ef systólan fellur um meira en 20 mmHg eða diastolan fellur meira en 10mmHg þá er talið að einstaklingurinn sé með stöðubundið blóðþrýstingsfall.

Stöðubundið blóðþrýstingsfall getur verið langvinnt eða skammvinnt.
Ef það gerist bara stöku sinnum kallast það skammvinnt, en þá gerist það ýmist vegna vatnsskorts og/eða eftir að hafa legið lengi í rúminu. Þetta er auðvelt að laga, með því að drekka vel af vatni og ganga aðeins um, lyfta sér upp á tær til að pumpa blóðinu aftur upp líkamann.
Oft fylgir langvinnt stöðubundið blóðþrýstingsfall sjúkdómum, eins og t.d. Parkinsson (uþb helmingur Parkinssonssjúklinga eru með þetta einkenni), Addison‘s, sykursýki, hjartasjúkdómar ofl.

Ef þú telur þig vera með stöðubundið blóðþrýstingsfall er mælt með því að leita heimilislæknis

Hér og hér er frekari fróðleikur um blóðþrýsting, lágan blóðþrýsting og blóðþrýstingsfall.

Höfundur greinar