Blöðrur í brisi

Fyrirspurn:

Ég er með blöðrur í brisi. Það er búið að sprengja eina en það eru tvær eftir.Er mögulegt að blaðran sem er búið að sprengja komi aftur (ég hef ekki drukkið í þrjá mánuði).

 

Svarið er já það er mögulegt.

 

Hafir þú fengið blöðrur á bris vegna áfengisneyslu er ráðlegt að forðast áfengi algerlega. Með því dregur þú úr hættu á að fá aftur blöðrur og um leið minnkar hættan á að um krónískt ástand verði að ræða.

 

Gangi þér vel.

 

Guðrún Gyða