Bólgin tunga

Hvað veldur að tunga bólgnar og fyllir nærri munnholið. Maður vaknaði svona, tungan ekki aum

Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina.

Tunga getur bólgnað af nokkrum ástæðum, má þar helst nefna:

Ofnæmisviðbrögð af völdum fæðu eða lyfja (getur verið lífshættulegt ástand)

Áverki á tungu t.d. eftir spangir, bit eða bruni eftir heitan mat

Sýkingar s.s. bakteríusýkingar, sveppasýking eða herpes

Ef tungan bólgnar það mikið að hún fari að loka fyrir öndunarveg þarf að leita til læknis strax.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur