Bólginn öðru megin í andliti?

Spurning:
Góðan dag!
Mig langar til að fá upplýsingar. Ég fékk kúlu á hálsinn og ég held að þetta eitlarnir. Ég er búinn að vera bólginn í hálfu andlitinu og undir hökunni og á kinninni. Ég bý í útlöndum og læknarnir hérna eru ekkert sérlega góðir og þeir vita ekki alveg hvað þetta getur verið. Þeir halda að þetta sé út af tönnunum, en mig langar að vita hvers vegna ég er svona bólginn og hvort þetta geti verið hættulegt. Ég er á pensilíni núna.
Svar:
Komdu sæl.Þar eð þú hefur verið með bólgu öðru megin andlits í kinn og undir höku er hreint ekki ósennilegt að sökudólgurinn sé ígerð frá illa skemmdri tönn neðri góms sömu megin. Vart telst slíkt lífshættulegt en óheilbrigt og bagalegt. Við pensilíntöku ætti þess háttar bólga að ganga niður en sé ekki frekar að gert er hætt við að allt fari á sama veg aftur þegar frá líður. Ég ræð þér því eindregið að leita tannlæknis. Ólafur Höskuldsson,  tannlæknir