Bólginn úfur

Hæhæ, vaknaði snemma í síðustu viku mjög bólgin til augnanna og í hálsinum og utaná líka, fór til læknis og hann hélt að þetta væru annaðhvort streptókokkar eða veirusýking svo hann sendi mig í streptókokka sýnistöku, en það kom neikvætt út. Svo tvemur dögum seinna fer ég aftur, þá jafn bólgin og þvílíkt vont að kyngja og þá kom til greina einkirningssótt eða veirusýking, svo hann skrifaði uppá pensilín fyrir mig sem ég ætti að taka daginn eftir ef ég yrði ekkert betri (þetta var á fimmtudaginn). Ég skánaði ekkert svo við losuðum lyfið og ég tók strax töflu á föstudeginum, varð strax minna bólgin í andlitinu á laugardeginum. Laugardags og sunnudagsnóttina var ég samt andvaka alla nóttina og það var ekki fyrr en í nótt sem ég svaf og vaknaði bara til að drekka. En á sunnudeginum tók ég íbúfen, paratabs og pensilínið og var alveg óvenju hress og gat loksins talað, en svo þegar það hætti að virka aftur þá fór ég að verða slöpp, og er í dag búin að liggja frekar slöpp uppi í rúmi í allan dag en tók þá eftir því að bjallan í kokinu, það heitir nú held ég “úfur” samt, en ég var orðin svo bólgin að það leit út eins og það væri lokað á mér kokið en í staðinn er ekki búið að vera jafn sárt að kyngja eins og alla aðra daga þó ég hafi verið að taka íbúfen og paratabs, er samt búin að vera frekar slöpp og ekki fara frammúr nema ég hálf nauðsynlega þurfi þess.
Það er svo óþæginlegt að fá engin svör frá lækninum og vita ekkert hvað er í gangi og manni er sagt bara að “hrista þetta af sér”, ég er einmitt alls ekki sú týpa. Vil bara fá upplýsingar um hvað þetta gæti verið.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að átta sig á því hvað amar að þér þar sem þú virðist vera greind með einkyningasótt sem er vírus sjúkdómur  eða annann vírus en um leið ertu á sýklalyfjum.

Sýklalyf hafa ekki áhrif vírussjúkdóma svo þau hljóta að vera hugsuð vegna einhverrar sýkingar. Sýklalyf byrja að virka ca. einum sólarhring eftir að þú byrjar að taka þau og svo er mikilvægt að halda áfram að taka allann skammtinn til þess að ná að útrýma öllum bakteríunum, líka þó að þér fari að líða betur. Ég set með tengil á grein um sýklalyf hér

Hins vegar virðist þú ekki vera að batna í takt við töku lyfjanna og það bendir til þess að það sem veldur vanlíðaninni sé frekar af völdum vírussýkingar. Við henni er fátt að gera annað en að hvíla, drekka vel og taka verkjalyf svo að líkaminn geti notað alla sína orku í að útrýma vírusunum. Ég set tengil á grein um einkirningasótt og vírussýkingar sem þú getur lesið og fengið betri útskýringar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur