Þoli ég illa hormón?

Spurning:
Ég var á Depo-provera í eitt og hálft ár og fékk miklar aukaverkanir, eins og t.d. kvíðaköst, þunglyndi, andþyngsli og hraðan hjartslátt og fl. Ég hætti og hef ekki þorað á neitt annað og hef ekki verið á neinu í eitt og hálft ár, ég byrjaði á Microgyn og er búin að vera á henni í viku, ég er strax farin að finna fyrir þunglyndi og andþyngslum. Getur verið að ég sé ekki að þola þessi hormón? Skiptir samsetningin á hórmónum einhverju máli? Ég veit að það er ekki sömu hormón í pillunni og Depo-provera, en það er samt eitthvað að fara illa í mig, getið þið sagt mér hvað annað gæti hentað mér betur, ef ég er viðkvæm fyrir?
Takk fyrir

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,
Það eru sterkar líkur á því að þú þolir illa gestagenið sem er bæði í Depoprovera og Microgyni. Því þarf að velja vörn handa þér með það í huga.

Arnar Hauksson dr med