Spurning:
Kæri læknir.
Mig langar að fá staðfestingu líka frá íslenskum lækni varðandi bólusetningu. Málið er að ég bý í Danmörku og læknir hér á staðnum sagði við mig að dóttir mín ætti ekki að fá bólusetningu við mænusótt, 9 ára, það væri bara síðasta bólusetning hér 12 ára í Danmörku. Í heilsufarsbókinni hennar er 9 ára mænusótt og 15 ára mænusótt, hvað af þessu er rétt, og hverju get ég farið eftir? Með von um svar
Svar:
Blessuð.Fyrst er þess að geta að bólusetningar eru mjög mismunandi eftir löndum og engin tvö lönd eru með eins bólusetningaskema. Hér á Íslandi er mænusóttarbóluefni gefið við 3 mán., 5 mán., 12 mán. og síðasta sprauta við 14 ára. Þetta skema hefur verið í gildi hér á Íslandi frá ársbyrjun 2000.KveðjaÞórólfur Guðnason