Einstaklingur fæddur desember 1977 . Hvar finnur maður upplýsingar um bólusetningar?
Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Byrjað var að skrá bólusetningar í miðlægan tölvugagnagrunna árið 2000 svo hægt er nálgast upplýsingar um bólusetningar gefnar eftir það á hvaða heilsugæslustöð sem er og á þínu svæði á www.Heilsuvera.is
Fyrir þann tíma voru bólusetningar skráðar í pappírssjúkraskýrslur og allar þínar barnabólusetningar ættu því að vera í þinni pappírsskýrslu þar sem þú ert 23 ára árið 2000 og búin(n) að fá allar barnabólusetningarnar.
Þú ættir að geta haft samband við þína heilsugæslustöð og beðið um að þessu verði flett upp.
Ef þú hefur flutt á tímabilinu er ekki víst að pappírsskýrslan hafi flutt með þér á þína stöð – nema þú hafir skriflega beðið um það.
Skýrslan er þá geymd á þeirri stöð þar sem þú bjóst á þessum tíma.
Gangi þér vel.
Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.