Góðan dag,
Við fjölskyldan erum á leið til Tyrklands í maí n.k. og erum við mikið að spá í bólusetningum fyrir þá yngstu þar sem hún verður ekki orðin 5 mánaða þegar að við förum út, erum mjög smeik við mislingafaraldurinn sem er og langar mig að forvitnast um hvort það sé of ungt fyrir hana að fá þá bólusetningu fyrir ferðina ?
Bkv.
Ágyggjufulla mamman
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Eins og þú ert eflaust búin að fá upplýsingar um þá er fyrsta sprauta gegn mislingum gefin við 12 mánaða aldur. Börn á Íslandi haf í gegnum tíðina verið afar vel bólusett og þess vegna betur varin heldur en tíðkast víða í heiminum.
Ég ráðlegg þér að setja þig í samband við ungbarnaeftirlitið á þinni heilsugæslu m.t.t. frekari ráðlegginga.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur