Af hverju bregður manni oft
Góðan dag,
Að bregða er ósjálfrátt varnarviðbragð af sállífeðlisfræðilegum toga við skyndilegu, óvæntu áreiti, t.d. hávaða eða ljósblossa. Viðbragðið er sjálfsvarnarviðbragð sem á upptök sín í heilastofni og stendur yfir í minna en sekúndu. Það að bregða oft getur mögulega orsakast af streitu þar sem streituhormón hafa mikil áhrif á líkamann.
Berglind Ómarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur