Brjóstastækkun og sund?

Spurning:
Góðan dag.
Ég fór í brjóstastækkun fyrir rúmlega 2 vikum síðan og er alveg rosalega ánægð með það en ég er búin að gleyma hvað það þarf að líða langur tími þangað til ég get farið í ræktina, sund og kannski ljósatíma.
Takk kærlega

Svar:
Sæl.
Sund 3 vikum frá aðgerð. Ræktin 5-6 vikum eftir og ljós ca. 3 man en ekki á örin í 12 mán.

Kveðja, Ottó Guðjónsson, lýtalæknir