Brjóstsviði

Góðan daginn: Mig langar að senda her smá fyrirspurn. Ég er á brjóstsviðalyfjum (Pariet) En nú síðustu daga hef ég fengið þvílíkan brjóstsviða að ég æli. Dofatilfinning kemur alltaf annarsslagið kringum munn sem leiðir niður í háls og óþægindi í hálsi fylgir. þegar ég kyngi. Er farin ap hafa smááhyggjur af þessu. kv

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt fara til læknis og fá skoðun og mat hvað sé hér á ferðinni. Magalyfið er annað hvort ekki að virka nægilega vel,  þú ert að borða eitthvað sem þú ekki þolir eða mögulega er hér um að ræða einkenni frá hjarta sem þarf að skoða og útiloka.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur