covid bólusetning

Daginn .’eg er með bráðofnæmi fyrir pensilíni get ég feingið bólusetningu fyrir covid

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,

Samkvæmt fylgiseðli Comirnaty m-RNA bóluefnisins, sem komið er í notkun hér á landi gegn COVID-19, er ofnæmi fyrir pensilíni ekki nefnt sem frábending fyrir notkun bóluefnisins.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkisreknum hluta breska heilbrigðiskerfisins (National Health Service – NHS), sem notast við sama bóluefni og Ísland, er bráðaofnæmi fyrir þekktu lyfi ekki vera talin ástæða til þess að sleppa bólusetningu með Comirnaty. Þar er jafnframt greint frá því að Kanamycin sé notað við framleiðsluferlið á einu af innihaldsefnum bóluefnisins, en að það sé ekki búist við því að það finnist í lokastigi bóluefnisins. Engin önnur sýklalyf (s.s. pensilín, súlfónamíð eða neomycin) eru notuð í framleiðsluferlinu, en ekki sé hægt að ábyrgjast að slík efni gætu fyrirfundist í hráefnum frá byrgjum ætluð í framleiðslu bóluefnis.

Sé saga um bráð ofnæmisviðbrögð við lyfjum úr fleiri en einum lyfjaflokk eða bráðaofnæmi af óþekktum orsökum er það talin ástæða til þessa að viðkomandi hljóti ekki bólusetningu með Comirnaty bóluefni Pfizer og vísar NHS í staðinn í notkun bóluefnis frá AstraZeneca í slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað er bóluefni AstraZeneca flýtimati (áfangamati) hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Með kveðju

Auðna Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur