Er fólk sem búið er að taka miltað úr í meiri hættu?
Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Miltað gegnir hlutverki í ónæmiskerfi líkamans og ef það er fjarlægt taka aðrir líkamshlutar við hlutverki þess svo sem blóðmergur.
Ónæmiskerfið er því vel starfhæft án miltans og fólk án milta ætti því ekki að vera í aukinni áhættu að veikjast alvarlega af Covid.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur