D-vítamín

Hver er ráðlagður dagsskammtur af D vítamíni fyrir fimmtuga konu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta hér stendur á landlaeknir.is:

Ráðlagður dagskammtur hérlendis fyrir D-vítamín er nú 15 míkrógrömm (μg) (600 AE) fyrir aldurshópinn 10 til 70 ára, en 20 μg (800 AE) fyrir fólk yfir sjötugt. Ráðlagður dagskammtur fyrir börn yngri en 10 ára og ungbörn er 10 μg (400 AE) á dag. 

Svo að ráðlagður dagsskammtur fyrir þig af D-vítamíni myndi vera 15míkrógrömm eða 600AE (einingar).

Þó eru vísbendingar um að við á Íslandi þurfum mögulega stærri skammta en ekki er búið að breyta almennum leiðbeiningum.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur