‘Eg er of hár í blóði,það er of mikið jární blóðinu,getur þú veitt mér upplysingar

Komið þið sæl,mig langar til að fá skýringar a´því hvað getur valdið því að ég er of hár í blóði.

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Járnofhleðsla er ástand þar sem járn safnast og hleðst upp í líkamanum. Járnofhleðsla veldur því að líkaminn tekur upp of mikið járn úr fæðunni sem við innbyrðum og getur það valdið miklum óþægindum. Sjúkdómurinn getur bæði orsakast af genagalla og er því oft arfgengur, hann getur einnig verið afleiðing annarra sjúkdóma.

Hér https://doktor.is/grein/jarngeymdarkvilli er grein um járnofhleðslu (einkenni, orsakir, greining, meðferð og forvarnir) til frekari upplýsinga.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur