Einkirningasótt og kynlíf

Hæhæ, má stunda kynlíf ef maður er með einkirningasótt og veldur það nokkuð einhverjum hættum tengdu miltanu ef það er ekki bólgið núþegar? Kannski best að taka það fram að hálsbólgan og hitinn eru á síðustu metrunum og er orðin miklu ferskari

Sæl/ll,

Í rauninni er ekkert sem segir að þú megir ekki stunda kynlíf ef að þú ferð þér hægt, því að mikið líkamlegt erfiði getur skaðað miltað, og til dæmis ekki er mælt með íþróttum fyrr en eftir 4 vikur eftir að einstaklingur er orðinn frískur.

Einnig getur þú smitað rekkjunaut þinn. 20% sem smitast geta verið smitberar. Veiran smitast með vessum og sýkist fólk því gjarnan með kossum. Þess vegna er sjúkdómurinn stundum kallaður kissing disease á ensku. Veiran kemst í eitilvef í kokinu og sýkir eitilfrumurnar sem þar eru, en þær bera síðan smitið um líkamann. Ég myndi því mæla með að minnsta kosti að bíða með það þangað til að hitinn er farinn, en því miður getur veiran smitast á milli manna nokkrum vikum eftir að hitinn fer.  Eibstein-Barr veiran getur lifað í líkamanum þínum nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum eftir að einkennum líkur, þú getur lesið þér til um sjúkdóminn hér

Gróft til orða tekið getur þú í rauninni stundað kynlíf án kossa og með smokk ef þú ferð þér hægt.

 

Gangi þér vel,

 

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.