Er hættulegt að ganga í svefni?

Spurning:

Er hættulegt að ganga í svefni?

Svar:

Í sjálfu sér er ekki hættulegt fyrir einstaklinginn að ganga í svefni, og engar rannsóknir benda til þess að hér sé um sjúkdóm eða sjúklegt ástand að ræða. Eina hættan við að ganga í svefni, er að viðkomandi slasi sig, detti um hluti, eða fari sér á annan hátt að voða. Því þarf að ganga úr skugga um að umhverfi þeirra sem hafa tilhneigingu til svefngöngu sé öruggt.

Kveðja,
Júlíus K. Björnsson, sálfræðingur