Er tenging milli pcos og uppþembu?

Spurning:
Halló.
Er einhver tenging milli polycistic ovaries og útþenslu á maga og verkja þar sem eggjastokkarnir eru? Ég er með pco og hef undanfarið verið á túr verulega lengi, rúmlega 2 mánuði. Þetta er alveg nýtt og ég fæ stundum útþanin maga og einhverskonar verki eins og þrýstingsverki.
Er þetta eðlilegt út frá poly eða er þetta eitthvað allt annað?

Svar:
Blöðrur á eggjastokkum geta valdið verkjum. Þær geta sprungið og valdið með því ertingu á lífhimnunni sem þekur innan kviðarholið. Óvíst hvort uppþemba stafar af þessu eða er af öðrum orsökum. Gæti líka tengst meltingarfærunum t.d. ef um hægðatregðu er að ræða. Ef blæðingar eru viðvarandi vikum saman þætti mér ráðlegt að láta rannsaka það frekar. PCOS er oft meðhöndlað með pillunni eða öðrum lyfjum sem geta komið reglu á blæðingar.

Með bestu kveðju,

Arna Guðmundsdóttir
Lyflæknir