Spurning:
Er ekki til einhvað sem heitir stelisýki? Systir mín virðist vera með einhverja áráttu því hún stelur alltaf peningum frá fjölskyldu okkar. Hún hefur ekki stolið neinu öðru en peningum frá okkur. Hún og kærastinn hennar voru í einhverjum fjárhagsvandræðum en ég held það sé búið og ég held að kærastinn hennar viti ekki að hún sé að stela frá okkur. Hvernig getur maður vitað hvort hún sé með stelisýki? Hvað á að gera við þessu? Til hvers á að leita hjálpar?
Svar:
Jú, menn hafa talað um stelisýki (cleptomaniu) en það er ekki hægt að fullyrða að um slíkt sé að ræða út frá lýsingu þinni. Til að komast að því hvað er á seyði þyrfti að ræða við systur þína. Kannski heldur hún að enginn viti af þessu, kannski er hún í fjárhagskröggum en kannski fær hún eitthvað kikk út úr spennunni sem felst í svona þjófnaði og er jafnvel ánetjuð henni. Ef hún viðurkennir að um vandamál sé að ræða fæst hún kannski til að leita sér hjálpar. Hana getur hún fengið hjá sálfræðingi.
Með kveðju
Reynir Harðarson sálfræðingur
S: 562-8565