Esopram

Fyrir kvað er það

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt lyfseðli inniheldur  Esopram virka efnið escítalópram. Esopram tilheyrir flokki þunglyndislyfja sem er kallaðursértækir serótónínendurupptökuhemlar (SSRI lyf). Þessi lyf hafa áhrif á serótónínkerfið í heilanummeð því að auka þéttni serótóníns. Truflun í serótónínkerfinu er talin mikilvægur þáttur í þróunþunglyndis og skyldra sjúkdóma.
Esopram er notað til meðhöndlunar á þunglyndi (alvarlegum þunglyndisköstum) og kvíðaröskunum (eins og felmtursröskun með eða án víðáttufælni, félagsfælni, almennri kvíðaröskun og þráhyggju- og árátturöskun).

Það er hægt að lesa sér betur til HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur