Spurning:
Ég tek Efexor 75mg/dag og hef gert það í 2 ár. Stundum fæ ég alveg ofsalega vondan höfuðverk sem ég veit að getur verið aukaverkun eða spennuverkur. Ég hef c.a. 130/70 bþ, meðalmanneskja að hæð og 70 kg og vil nú vita hvort ég sé nokkuð í hættu ef ég tek Treo 1-2 stk nokkrum sinnum í mán? Ég hef engin einkenni eða óþægindi frá maga en finn daglega fyrir þungum hjartslætti sem líður hjá ef ég hvíli mig.
Svar:
Efexor getur í einstaka tilvikum valdið blæðingum úr húð eða slímhúð. Þetta er þó sjaldgæf aukaverkun. Samtímis notkun lyfja sem auka líkur á blæðingum eins og asetýlsalisýlsýra sem er annað virka efnið í Treo getur aukið líkurnar á þessu eitthvað. Ekki er þó ástæða til að vara sérstaklega við samtímis notkun þessara lyfja.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur