Ég þarf að fara í blóðprufu út að vanvirkum skjaldkirtli. Af hverju þarf að vera Fastandi fyrir þannig prufu?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Skjaldkirtillinn framleiðir thyroid hormóna sem stjórna meðal annars efnaskiptum og nýtingu prótein, kolvetna og og fitu í líkamanum. Inntaka matar getur haft áhrif á framleiðslu á þessum hormónum og þá truflað niðurstöður þó ekki meira en það að oft er ekki ástæða til að vera fastandi fyrir skjaldkirtilspróf. Ef læknirinn þinn telur ástæðu til þess að þú sért fastandi og að sleppa öðrum lyfjum fyrir próftöku er best að fara eftir því.
Guðrún Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur