Fingur

Hæ, fingurinn á mér verður blár, utaf engu, af hverju stafar það?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að giska á hvað veldur því en líklegast er um einhverja skerðingu á blóðflæði fram í fingurinn sem þessu veldur. Hvers vegna blóðflæðið er skert er svo aftur önnur spurning.

Raynaud´s er sjúkdómur sem getur valdið slíkum einkennum. Þú getur lesið þér til um hann HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur