Er rétt að flensusprautan sem fólk fékk haust hafi bara 10% virkni?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Bóluefnið Influvac sem er notað til þess að bólusetja við inflúensu er vörn gegn veirum A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B. Bóluefnið veitir allt að 60-70% vörn gegn sjúkdómnum ef að bólusett er gegn réttum veirum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensuna eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari ef hann er bólusettur.
Gangi þér vel
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.