Fyrir hverju er parma 5 ml lyfið notað

Er með svona lyf

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

það er ekkert lyf í lyfjaskrá sem heitir Parma en mögulega er þetta nafnið á framleiðandanum sem þú hefur lesið af umbúðunum.

Þú skalt endilega fá upplýsingar hjá lækni varðandi þau lyf sem þú ert á. Ef þú ert í vafa getur þú farið með umbúðirnar með þér í apótek eða á heilsugæsluna og fengið aðstoð.

Þú skalt aldrei taka inn lyf sem þú þekkir ekki eða ert ekki viss um hvað séu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur