Getur Carboplatin valdið lifrarskemmdum?

Spurning:
Er möguleiki að Carboplatin valdi lifrarskemmdum sem aftur auðveldi myndun metastasa í lifur út frá eggjastokkakrabba?

Svar:
Carboplatin getur valdið tímabundnum hækkunum á lifrarensímum hjá sumum sjúklingum. Ekki er þó talað um að það valdi lifrarskemmdum og ekkert hef ég getað fundið sem segir að notkun Carboplatins geti leitt til myndunar metastasa í lifur.

Finnbogi Rútur Hálfdanarsonlyfjafræðingur