Góðkynjaæxli

Hæ og takk fyrir góðan vef. Mig langar til að spyrja. Ég semsagt var/er með bakverki sem greint var sem fastir vöðvar í mjóbaki og verki í hægra kviðarholi ofarlega. Ég var send í ómun, í ljós kom góðkynja æxli í hægra lifrablaði og gallsteinar. Ég fékk tíma til skurðlæknis varðandi steinana.
Mín spurning er, hvernig er hægt að segja góðkynja æxli bara út frá ómun? Ekkert sýni og ekkert?

Eins sem hann sagði bara þetta er bara allt í lagi og engar áhyggjur að hafa og skoða aftur eftir 5 ár.

Ég er augljóslega að farast úr stressi yfir því að hann geti haft rangt fyrir sér og að þetta muni bara stækka og dreifa sér.

Bestu kveðjur með von um svar
Xxx

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er erfitt að segja. Læknar eru með ákveðin viðmið varðandi greiningu. Ef þér fannst þú ekki fá nógu skýr svör þá ráðlegg ég þér að hafa samband við lækninn þinn og fá símatíma hjá honum til að ræða þetta betur eða þá að spurja skurðlækninn sem þú ert að fara að hitta.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur