Grunur um candida owergrowth

Ég ber fjölda kvilla sem benda til þess að candida bakterían sé of rík í mér samkvæmt fjölda greina sem ég hef lesið af netinu, bæði erlendar og svo grein eftir mann sem mig minnir að hafi heitið Ævar og var landsfrægur náttúrulækninga spekúlant. Ég hef minnst á þetta við mjög marga lækna síðustu fimm árin og virðast fæstir hafa heyrt minnst á þetta vandamál eða færast undan að ræða það eins og um etthvað feimnismál sé að ræða.
Spurningin mín er Þessi; hver eða hverjir eru helstu sérfræðingar á akkúrat þessu umrædda vandamáli og af hverju er ekki meira rætt um það í þjóðfélaginu miðað við hversu útbreitt það er samkvæmt erlendum heilsusíðum á engin?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er erfitt að segja afhverju þetta er ekki meira umræðuefni í samfélaginu. Sumir halda því fram að sveppasýking í meltingarfærum valdi ýmsum kvillum, s.s. mígreni, fæðuóþoli, útbrotum, ofnæmi ofl, en hefur það aldrei verið sannað og verður að teljast órökstudd kenning. Það er mögulega útaf því sem að læknar sinna þessu ekki, en get ég ekki svarað fyrir þá.

Þú getur prufað að hafa samband við grasalækna, ég hef heyrt að þeir séu að sinna svona málum.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur