Er með mikinn sársauka í vinstri hæl…eins og ég sé að stíga á nagla…hvað getur þetta verið ?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Þetta er mjög líklega hælspori sem þú ert að kljást við. En hælspori er beinhorn sem myndast í festu sinabreiðunnar undir fætinum við hælinn. Orsökin er langvarandi rangt og/eða mikið álag á fótinn.
Ráðlegt er að gera viðeigandi æfingar, nota heppilega skó og innlegg, taka bólgueyðandi lyf og stundum er sprautað bólgueyðandi barksterum í hælinn. Þetta ber venjulega einhvern og stundum góðan árangur.
Sé verkurinn orðinn mjög mikill mæli ég með heimilislækni, annars göngugreiningu og/eða sjúkraþjálfara til að læra viðeigandi æfingar.
Þú getur lesið þér til um hælspora hér
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur