Fyrirspurn:
Ég er búin að vera með mikla hægðatregðu síðastliðna mánuði. Stundum líða a.m.s 4-5 dagar milli klósettferða. Svo loksins þegar eitthvað gerist, býst ég náttúrulega við miklu, þá næ ég bara að losa smá og oft er það sárt.
Eru einhver hægðarlosandi lyf sem ég get keypt í apótekinu (mjög flott ef það væri náttúrulegt) án lyfseðla?, eða verð ég að fara að tala við lækninn minn?
Þetta er nefnilega farið að há mér of mikið, mér líður illa, er oft útþanin og langar helst ekki til þess að borða þegar ég er svona "full". Endilega nefna líka einhverja fæðu sem gæti hjálpað. Takk takk
Aldur:
20
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Það er ýmislegt sem þú getur gert þér til hjálpar, má þar nefna:
Regluleg hreyfing, mjög mikilvægtRíkileg vökvainntaka (vatn, vatn og meira vatn)Trefjarík fæðaBorða reglulega og hollt mataræðiNáttúrulyf eins og t.d. Husk, fæst í næsta apóteki, sjá viðhengi
Einnig læt ég fylgja hér tengil inná grein sem fjallar um hægðatregðu sem þú skalt lesa. Þar er einnig komið inná fæðu.
Með bestu kveðju og gangi þér allt í haginn.
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is