Hár blóðþrýstingur

Hef verið með fremur háan blóðþrýsting ca 160-177/ neðri mörk 73 þar til nú þá er blóðþrýsingurnn 182-206/ neðri mörk 92-96.Eg byrjaði að taka lyf Betamiga 50 mg fyrir um það bil 3 vikum einnig hef ég verið að taka daglega lyfið Idrotrim 100 mg. Er hugsanlegt að þessi lyf bæði eða annaðhvort leiði til
hækkunar á blóðþrýsingi ? Mælið þið með að ég taki lyf við þessum háa blóðþrýsting ég er 76 ára edr ekki nokkuð hátt að vera með blóðþrýsting yfir 200 .

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Háþrýstingur er metinn þegar mörk eru 140/90 og þar yfir. Þínar tölur eru því mjög háar og ekki eðlilegt að vera með svo háan þrýsting. Lyfið Betmiga eða Mirabegron öðru nafni, getur hækkað blóðþrýsting og því ber að mæla blóðþrýsting áður en notkun hefst og með reglulegu millibili meðan á meðferð með mirabegroni stendur, sérstaklega hjá sjúklingum með háþrýsting. Hafðu endilega samband við heimilislækninn þinn um hvað þú eigir að gera næst fyrst þrýstingurinn hækkar svona við inntöku lyfsins. Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.