Harðlífi

Hef ekki geta losað mig við hægðir í tíundi dagurinn .Er búin að taka microlax og virkar lítið. Læknir skrifað upp á Senokot töflur sem virkar ekki .Í dag var mér fært Sorbitól. Búin að taka 2.sinnum inn 2 matskeiðar af því en það  virkar ekki. Líðan mín er ekki góð. Það sækir kuldi á tærnar á mér. Maginn smá stífur og er að fá höfuðverk. Er ekki hæyttulegt að losna ekki við hægðir svo lagur tími ? hHvað er til ráða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hægðatregða eða harðlífi er vandamál sem er lengi að byggjast upp og um leið tekur langan tíma að laga. Senokot og sorbitól eru lyf sem eru gefin og virka „ofan frá“.  Senokot eykur hreyfingar ristilsins en það er gríðarlega miklvægt að drekka vel með því. Sorbitól bindur vökva í hægðum og myndar hálfgerða filmu utan um þær en með því þarf líka að drekka vel. Microlax notar maður neðan frá og aðeins í neyðartilfellum. Það eykur hreyfingar neðst í ristli og auðveldar hreinsun á gömlum hægðum sem sitja fastar.

Það er ekki nóg að leysa hægðatregðu hér og nú það þarf að meðhöndla hana til lengri tíma, gæta stöðugt að mataræði og vatnsdrykkju til þess að lenda ekki aftur í vandræðum og þess vegna set ég tengil á grein hér sem getur mögulega aðstoðað þig við að lenda ekki í þessari stöðu aftur.

Það er ekki hættulegt að losna ekki við hægðir en það er vont og mjög óæskilegt þar sem það skapar ýmis önnur vandamál.  Þú þarft klárlega markvissari aðstoð við að hreinsa út úr ristlinum og ráðlegg ég þér að vera í sambandi við lækni til þess að fá betri aðstoð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur