Hefur naflaslit áhrif á meðgönguna?

Spurning:
Ég er komin sex mánuði á leið og er með naflaslit. Getur það haft einhver áhrif á meðgönguna og er eitthvað sem ég þarf að varast?
Svar:

Naflaslit hefur engin áhrif á sjálfa meðgönguna en það getur versnað þegar legið þrýstir kviðvöðvunum sundur og stundum fá konur verki í slitið en mjög sjaldan verður slit það slæmt að það valdi vandræðum. Það er svo sem ekkert sérstakt sem þú þarft að forðast – þú finnur það bara sjálf hvað veldur óþægindum í slitinu. Það er helst mikil áreynsla á magavöðvana og að lyfta þungu sem gerir líðanina verri. Mörgum finnst gott að vera með breitt teygjubindi um kviðinn (mögulegt að þú fáir slíkt í mæðraskoðuninni) og einnig eru til meðgöngubelti sem halda við kviðinn og létta þannig þunganum af magavöðvunum.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir