Heilahristingur

Hæ hæ. Ég fékk vægan heilahristing fyrir ca. hálfu ári síðan og var líka með heilaþoku samkvæmt lækni.
Ég er enn með nokkur einkenni sem ég veit ekki hvert skal leita með en það er:
-svefntruflanir
-blæðingar voru á tímabili mjög óreglulegar og eru enn minni en vanalega (er á pillunni)
-depurð og kvíði
-lág kynkvöt
-rugla saman tölum (hugsa t.d. eina tölu og skrifa aðra niður)
-tíðari höfuðverkir en áður

Mig langaði að prófa að setja inn fyrirspurn hér og sjá hvort að ég ætti að hafa áhyggjur af þessu og hvert sé best að leita.
Ég er 20 ára ef það breytir einhverju.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Miðað við þessa lýsingu þína vil ég ráðleggja þér að panta tíma hjá þínum heimilislækni sem fyrst. Þetta er eitthvað sem þarf að láta athuga.

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur