Helikobaktr hylori

Á að taka doxylin 100 mg.ásamt Flahyl esomeprasol og Pepto Bismol.
Var að lesa að ætti að taka doxylin 1 klst á undan mat með glasi af vatni.Hin lyfin þá ekki um leið? Er í vandræðum með að halda morgunmat niðri kasta upp stundum.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Samkvæmt fylgiseðli Doxylin á að taka það með mat en ekki mat sem inniheldur kalk.. Það má ekki taka sýrubindandi lyf,járn og kalk amk 3 klst fyrir töku Doxylin og ekki 1 klst eftir og ef verið er taka Doxylin í stuttan tíma er jafnvel mælt með að hætta töku sýrubindandi lyfja á meðan meðferðinni stendur. Það er því spurning hvort þú megir hætta að taka Esomeprazol og Pepto Bismol á meðan þú ert á sýklalyfjunum en amk ekki taka þau 3 klst fyrir Doxylin og 1 klst eftir. Ég veit ekki hvaða lyf Flahyl er en ef þú ert að taka sýklalyfið Flagyl þá þarf að taka passa vel að drekka vel af vatni samhliða töku þess. Ekki er minnst að á ekki ekki megi taka sýrubindandi lyf með þeim eða Doxylin.

Ég ráðlegg þér að fá símatíma hjá þínum heimilislækni og bera það undir hann hvort þú eigir að taka öll lyfin samtímis.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðinur