Hella fyrir eyrum eftir sog frá lækni

Sæl.
Hvað er eðlilegt að vera lengi með hellu fyrir eyrum eftir að eyrnalæknir „ryksugaði“ eða hreinsaði eyrun.
Er búin að vera með hellu í tæpa viku og heyri því frekar illa.
Eins og maður sé með eyrun í vatni ,allt dempað.
Þreytandi fyrir alla…Hvað get ég gert annað en að halda fyrir nef og blása ??Dugar ekki í eina mínútu !!
Kv.

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina, ég tel best fyrir þig að biðja lækni um að kíkja í eyrun og athuga hvað veldur.

Besta kveðja

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur