Hlaupabóla

Getur hlaupabóla legið í dvala hjá fullorðnum? Og komið fram við aukið stress eða álag?

Með fyrirfram þökk,

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hlaupabóla orsakast af varicella zoster (herpes zoster) veiru sem er skyld herpes simplex (frunsu) veirunni. Í kjölfar hlaupabólusýkingar tekur veiran sér bólfestu í taugum líkamans og liggur þar óvirk. Hún getur síðar tekið sig upp og valdið svokölluðum ristli sem einkennist af sársaukafullum staðbundnum útbrotum.

Hér er grein um ristil sem ætti að svara spurningum þínum.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur