Hnéaðgerðir

Er í lagi að fara í flug eftir hnéaðgerð

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Nú veit ég ekki alveg hvers konar aðgerð þú ert að tala um, minniháttar eða liðskipti.

En hvort heldur sem er ætti þér alveg að vera óhætt að fara í flug.

Gott er að hafa í huga fyrirbyggjandi aðgerðir gegn blóðtappa.

Ég set HÉR  slóð á eldri grein á Doktor.is með góðum upplýsingum.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur