Hnjáskifti aðgerð

Ég fór í hnjáskipti aðgerð 20 janúar og kom heim 23 janúar og mér er búið að vera svo kalt á fætinum síðan það er búið að taka heftin úr hnénu og það lítur allt mjög vel út hiti í kringum hnéð en bara kuldi niður kálfann og fram í tærnar þær eru alveg freðnar er þetta eðlilegt . Svo langar mig að vita hvenær er manni eðlilegt að fara í flug eftir svona aðgerð er í lagi að fara í mars. Svo á ég bókað flug 25 apríl er það í lagi en hvað get èg gert útaf kuldanum

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem svona stutt er liðið frá aðgerð þá má búast við að bólgur séu enn í og við hnéð. Það er hugsanlegt að bólgurnar séu að þrengja að blóðflæðinu niður í fætur og þess vegna er þér kalt á fætinum.

Það er mjög misjafnt hversu fljótt fólk er að jafna sig á hnjáliðskiptiaðgerð, það fer eftir aldri og almennu líkamlegu ástandi og mörgum fleiri þáttum.

Það er líka mjög misjafnt hversu lengi bólgan er að fara af skurðsvæðinu svo það er ómögulegt að segja hvenær þú losnar við þessa kuldatilfinningu.

Það er gott að heyra að allt hafi litið vel þegar heftin voru tekin svo þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Varðandi flugið þá ætti það að vera óhætt.

Það skiptir þó máli hvort þú sért að fara í langt flug eða stutt. Ef flugferðin er löng ættirðu að nýta þér þessi ráð sem þú finnur hér, fyrirbyggjandi ráð gegn blóðtappa í fæti:

https://www.lyfja.is/fraedsla/fraedslugreinar/naering-og-vellidan/flug-og-blodtappar

Það væri líka gott fyrir þig að ráðfæra þig við lækninn þinn með þetta, þar sem hann þekkir þig og þitt líkamlega ástand.

Gangi þér vel

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur