Höfuðverkur

Hvað er besta ráð við þrálátum höfuðverk, sem er yfir enni og niður eftir höfði?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er svo ofboðslega margt sem getur valdið höfuðverk þannig að það er erfitt að segja til um hvað þetta gæti verði án þess að fá frekari upplýsingar.

Vöðvabólga getur m.a. valdið höfuðverk, einnig mígreni en svo getur það einnig verið að alverlegri toga. Ég myndi ráðleggja þér að heyra í heimilislækninum þínum varðandi þetta sem fyrst.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur